Sjálfbærni er hjartað í öllu starfi SORPU. Við gerum okkar allra besta og vinnum sífellt að úrbótum í átt að hringrásarhagkerfinu í ríkri samvinnu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi SORPU og að fyrirtækið stuðli að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu.
Stjórnkerfi SORPU er vottað samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum, ISO 14001 umhverfisstaðli, ISO 45001 heilbrigðis- og öryggisstaðli og ÍST 85 jafnlaunastaðli. Framleiðsluvara SORPU, vistvæna eldsneytið metan, er vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum og gashreinsistöð SORPU er ATEX-vottuð samkvæmt kröfum í reglugerð um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum (Atex User Directive).
Þýðingarmiklir umhverfisþættir hafa verið skilgreindir fyrir SORPU í heild og eru svo nánar útfærðir fyrir hverja starfsstöð ásamt upplýsingum um vöktun og stýringu þeirra. Þannig eru stöðugar umbætur í umhverfis- og gæðamálum tryggðar og lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Niðurstöður umhverfisvöktunar SORPU eru að finna í umhverfisskýrslu fyrirtækisins, hér að neðan.
Endurnýtingarhlutfall táknar það hlutfall þess úrgangs sem berst til SORPU sem er ekki fargað heldur komið til endurnotkunar, endurvinnslu eða endurnýtingar.
2020 |
1.282 |
0,0 |
47,4 |
85.048 |
86.377 |
SORPA fylgist náið með allri starfsemi sinni og áhrifum hennar á umhverfið, allt frá efnamælingum og mælingum á frárennsli, hverrar niðurstöður eru aðgengilegar í umhverfisskýrslu, til húsasorpsrannsókna.