Um SORPU

Byggðasamlagið SORPA annast meðhöndlun úrgangs og sinnir þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna sex sem að baki því standa.

Framtíðarsýn SORPU bs. er að stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins, leiða heildarsamræmingu úrgangsmála á starfssvæði sínu og tryggja þannig að málaflokkurinn sé til fyrirmyndar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Höfuðmarkmið SORPU er að vera leiðarljós samfélagsins í úrgangsmálum og meðhöndla auðlindir af ábyrgð með sjálfbærni að markmiði.

Byggðasamlagið SORPA er í eigu:

Reykjavík
56,4%
Kópavogur
16,2%
Hafnarfjörður
12,6%
Garðabær
7,7%
Mosfellsbær
5,4%
Seltjarnarnes
2,0%

Stjórn

Aðalstjórn byggðasamlagsins skipa sex fulltrúar, einn frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal sá vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Kjörtímabil stjórnarinnar eru tvö ár í senn, frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna.

Stjórn SORPU frá 1.1. 2021 – 31.12. 2021

Sveitarfélag Aðalmenn Varamenn
Reykjavík Líf Magneudóttir, formaður Kristín Soffía Jónsdóttir
Kópavogur Birkir Jón Jónsson Hjördís Ýr Johnson
Hafnarfjörður Ágúst Bjarni Garðarsson, varaformaður Kristinn Andersen
Garðabær Jóna Sæmundsdóttir Sigríður Hulda Jónsdóttir
Mosfellsbær Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Bjarki Bjarnason
Seltjarnarnes Bjarni Torfi Álfþórsson Magnús Örn Guðmundsson

Skipurit

Metan ehf.

Dótturfyrirtæki SORPU er Metan ehf. sem vinnur að þróun á framleiðslu á íslensku metani og að stuðla að aukinni notkun þess á ökutæki, í stórflutninga og í iðnaði. Stjórnarmenn í Metan ehf. voru Jóna Sæmundsdóttir, formaður, Birkir Jón Jónsson og Kolbrún Þorsteinsdóttir. Hlutafé í Metan ehf. þann 31. desember 2021 var 47 milljónir króna.